Gáfaði einhverfi frændi minn Andri

Í fjölskyldunni minni eru 5 fatlaðir krakkar, það er ef ég tek með fósturfjölskyldur maka foreldra minna.

Einn af þessum 5 heitir Andri og er einhverfur, hann er mjög gáfaður en rosa einhverfur, af einhverjum ástæðum líkar honum vel við mig og talar stundum við mig.. eins og um daginn.

Andri: hefur hitnun jarðar áhrif á þig?

Ég: já, hvað með þig?

Andri: ég veit það ekki, á hvaða hátt ætti það að hafa áhrif á mig?

Ég: nú, er húðin þín líklegri til að brenna núna heldur en áður vegna aukina UV geisla og hefur veðrið í sumar þær afleiðingar að þú leikur þér meira úti?

Andri: hmmm ég býst við því, ég þarf að afla mér upplýsinga á netinu og svo tala ég betur við þig (grínlaust það sem hann sagði orðrétt)

Einhverfir geta verið mjög fyndir þótt þeir séu pínu erfiðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband