Reykingar eru ekki vandamál

Ég myndi hætta að reykja ef ég væri ekki hræddur um að verða einn af þessum týpísku leiðindaseggjum sem hættu að reykja fyrir x löngum tíma síðan.

Það er ekkert jafn pirrandi þegar maður er að reykja og þegar einhver sem reykir ekki byrjar að nöldra í manni, félagi, ég reyki, ég nýt þess, ég fæ krabbameinið og ég dey. OK?

Skemmtileg staðreynd, reyklaust fólk....... deyr daglega. já þrátt fyrir að reykja ekki, drekka ekki hafa aldrei notað eiturlyf né leyft sér að sleppa tauminum aðeins dó þessi manneskja x gömul.

og hver er svosem skemmtunin að lifa í 90 ár, bíðandi eftir dauðanum, óskandi þess að þú hefðir byrjað að reykja fyrr?

Svo byrjar fólk að röfla um second hand smoke blablabla... treystu mér, ef ég reyki ekki þá er second hand hnefi á leiðinni í andlitið á þér.

Leibbi reykur skilur ykkur eftir í smók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband